» 
 » 
Ingólfs minni



Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Ingólfs minni - текст песни (слова)

Lýsti sól stjörnustól,
 stirndi' á Ránarklæði.
 Skemmti sér vor um ver,
 vindur lék í næði.
 Heilög sjón, hló við Frón.
 Himinn, jörð og flæði,
 fluttu landsins föður heillakvæði.
 
 Himinfjöll, földuð mjöll,
 fránu gulli brunnu.
 Fram til sjár silungsár,
 sungu meðan runnu.
 Blóm á grund, glöð í lund,
 gull og silki spunnu
 meðan fuglar kváðu allt er kunnu.
 
 Blíð og fríð frelsistíð,
 frægur steig á grundu.
 Ingólfur Arnarbur,
 íturhreinn í lundu.
 Dísafjöld hylltu höld,
 heill við kyn hans bundu.
 Blessist Ingólfs byggð frá þeirri stundu.   
Другие материалы по этой песне:

https://primanota.net/sveinbjorn-sveinbjornsson/ingolfs-minni-lyrics.htm